09.04.1981
Efri deild: 78. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3599 í B-deild Alþingistíðinda. (3668)

298. mál, úrskurðaraðili í deilu um starfsaldurslista flugmanna

Frsm. (Guðmundur Karlsson):

Herra forseti. Samgn. Ed. hefur rætt frv. á fundi sínum og mæla nefndarmennirnir Jón Helgason, Stefán Guðmundsson og Stefán Jónsson með því að það verði samþykkt eins og það kom frá Nd. Guðmundur Karlsson, Lárus Jónsson og Egill Jónsson taka ekki efnislega afstöðu til málsins. Undir nál. rita Guðmundur Karlsson, Jón Helgason, Stefán Jónsson, Egill Jónsson, Stefán Guðmundsson og Lárus Jónsson.

Við sjálfstæðismenn í Ed. vísum til grg. formanns Sjálfstfl., hv. 1. mþ. Reykv., sem hann flutti í Nd., og tökum því ekki afstóðu til málsins. Við munum ekki flytja brtt. við frv. þar sem brtt., sem hv. 2. þm. Suðurl. flutti í Nd., voru allar felldar. En með brtt. vildu sjálfstæðismenn undirstrika að hér er um gerðardóm að ræða.