10.04.1981
Efri deild: 80. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3604 í B-deild Alþingistíðinda. (3683)

183. mál, kirkjubyggingasjóður

Egill Jónsson:

Herra forseti. Ég fagna að sjálfsögðu þessu frv. og vænti þess, að ég geti stutt það hér við afgreiðslu. En mig langar að beina þeirri fsp. til hæstv. dómsmrh., hvernig söfnuðir eigi að fara að því að standa undir kostnaði við þessar lántökur. Þannig er nefnilega ástatt í þeim efnum, að það þarf leyfi dómsmrh., þegar um er að ræða ákvörðun um upphæð sóknargjalda, og þar hefur gætt mikillar íhaldssemi. Ég þekki þess dæmi að sóknargjöld nægja alls ekki fyrir afborgunum og þeim skuldbindingum sem söfnuðirnir eru í gagnvart slíkri lántöku sem hér um ræðir. Þess vegna vil ég spyrja hæstv. dómsmrh.: Með hvaða peningum eiga þá söfnuðirnir að standa skil á skuldbindingum við kirkjubyggingasjóð?