10.04.1981
Neðri deild: 78. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3619 í B-deild Alþingistíðinda. (3701)

263. mál, varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum

Utanrrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum. Í stuttri grg., sem fylgir frv. þessu, er gerð grein fyrir aðdraganda þess alþjóðasamnings, sem með þessu frv., ef að lögum verður, er lögfestur hér, ástæðum hans svo og því, hverjum aðila hér á landi er ætlað að vera í fyrirsvari varðandi þessi mál og fara með stjórn þeirra mála sem þar er fjallað um.

Ég sé ekki ástæðu til að endursegja þessa grg., leyfi mér að vísa til hennar og legg til að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.