13.04.1981
Neðri deild: 79. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3679 í B-deild Alþingistíðinda. (3760)

217. mál, lánsfjárlög 1981

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Ég tel hvorki ástæðu til að setja hér hámark á að tekjur Erfðafjársjóðs megi ekki fara yfir 6 millj. kr, né ákvæði um að það, sem umfram kann að innheimtast á þessu ári af erfðafjárskatti, renni í ríkissjóð. Ég tel að Erfðafjársjóður eigi að fá allar þær tekjur sem innheimtast, og mér finnst það sérstaklega viðeigandi á ári fatlaðra að klípa ekki af þessum tekjum og láta renna í ríkissjóð, og því segi ég nei.