13.04.1981
Neðri deild: 79. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3690 í B-deild Alþingistíðinda. (3773)

4. mál, almenn hegningarlög

Frsm. (Jósef H. Þorgeirsson):

Herra forseti. Allshn. Nd. hefur haft til athugunar frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 frá 1940, sbr. lög nr. 22 frá 1955. Þetta frv. fjallar fyrst og fremst um breytingar á fyrningarreglum, bæði á fyrningu saka og eins á fyrningu refsinga. Jafnframt er gerð till. í þessu frv. um breytingu á því, með hvaða hætti fyrningarfrestir samkvæmt hegningarlögum rofna.

Nefndin fékk á sinn fund prófessorinn í refsirétti, Jónatan Þórmundsson, og eftir ítarlega umfjöllun í nefndinni er það samdóma álit nm. að leggja til við deildina að þetta frv. verði samþykkt óbreytt.