13.04.1981
Neðri deild: 80. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3695 í B-deild Alþingistíðinda. (3785)

217. mál, lánsfjárlög 1981

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Ég vil vegna orða hv. 1. þm. Vestf. taka fram, að athugun fer nú fram á því, hvort möguleiki er á að hæstv. forsrh. mæti hér. Ég sé þó eitt ráð við því, ef það ekki tekst, og mun leggja inn orð hjá hæstv. forseta Sþ., en það mun fundur verða í Sþ. á morgun, að hv. 2. þm. Suðurl. fái þá orðið utan dagskrár um þá sérstöku fsp. sem hann varpaði hér fram vegna Ölfusárbrúar við Óseyrarnes. Þetta bendi ég á til þess að við megum komast áfram í þessu efni. Ýmsar ástæður liggja til þess, að ég legg höfuðáherslu á að ljúka 3. umr. um lánsfjárlögin. Menn hafa gert ráð fyrir því, að það yrðu frekar stuttir fundir í Alþingi á morgun, og hyggja nú til heimreiðar ýmsir. Ekki gefast því tök á að verða við þessari beiðni, þó ég út af fyrir sig vilji meta hana að verðleikum og, eins og ég hef tekið fram, muni þá reyna aðrar aðferðir til þess að hún megi með einhverjum hætti koma til umræðu.

En hér hefur 1. þm. Vestf. ásamt i. þm. Reykn., Matthíasi Á. Mathiesen, og 3. þm. Vestf., Sighvati Björgvinssyni, flutt brtt. Hún er skrifleg og þarf afbrigða við og verður þeirra nú leitað.