13.04.1981
Neðri deild: 80. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3702 í B-deild Alþingistíðinda. (3796)

217. mál, lánsfjárlög 1981

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Það má ekki minna vera en ég færi hv. 6. landsk. þm. alúðarþakkir fyrir svar hans áðan. Það var í fyrsta lagi ákaflega skörulega flutt, eins og hans var von og vísa, og hógværðin og lítillætið, sem kom á eftir, spillti að sjálfsögðu engu. En einu vil ég bæta við: Ég tel að það hafi samkv. þessu legið ljóst fyrir að ekki sé neinn skoðanaágreiningur á milli hv. 6. landsk. þm. og 3. þm. Vestf. í þessu máli, þeim 6. landsk. hafi aðeins ekki verið boðið að vera meðflm. í fyrra skiptið.

En svo ég vitni aftur í góða dátann Svejk, þá finnst mér stundum sem 6. landsk. þm. kæmi vel að hafa það vottorð sem góða dátanum Svejk dugði ævinlega.