28.04.1981
Efri deild: 85. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3776 í B-deild Alþingistíðinda. (3876)

11. mál, fiskvinnsluskóli

Frsm. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Sú breyting, sem sjútvn. hefur gert á frv. um Fiskvinnsluskólann á milli umræðna, er að í skólanefnd Fiskvinnsluskólans er lagt til að komi nýr aðili frá Fiskmatsmannafélagi Íslands og verður þá skólastjórn skipuð sjö fulltrúum. Um þessa breytingu þarf ekki langt mál. Sjútvn. varð sammála um hana þótt sumir nm. teldu að vísu að Fiskiðn, sem er fagfélag fiskiðnaðarins og á að hafa fulltrúa í skólastjórn samkvæmt þessum lögum mundi spanna það svið sem hér er fjallað um. Nefndin varð þó sammála um að leggja þetta til og er von nm. að það ásamt fyrri breytingum verði til þess að málið fái góða afgreiðslu nú fyrir þinglok.