30.04.1981
Neðri deild: 86. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3882 í B-deild Alþingistíðinda. (3931)

306. mál, verðlagsaðhald

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Það er tvennt sem vekur athygli varðandi afgreiðslu þessa máls hér í Nd. Í fyrsta lagi eru Alþfl.-menn skoðanalausir um allt sem máli skiptir, og verður að segjast eins og er, að seta þeirra hér í þingsölum virðist skipta litlu máli hér í dag a. m. k., og svo er það hitt, að svo er af formanni Verkamannasambands Íslands dregið að hann getur ekki einu sinni stunið því upp hér í pontunni að hann ætlist til þess að farið verði að lögum framvegis um samráð við aðila vinnumarkaðarins. Geri ég það hér með fyrir hans hönd að beina því til ríkisstj. í nafni Verkamannasambands Íslands að reyna að fara að lögum varðandi samráð við aðila vinnumarkaðarins um mótun stefnu í efnahagsmálum.