30.04.1981
Efri deild: 87. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3883 í B-deild Alþingistíðinda. (3937)

Tilhögun þingfunda

Forseti (Helgi Seljan):

Þessum fundi verður frestað, en um nýjan fund að loknum þessum er ekki hægt að fullyrða sem stendur. Það er stefnt að því að við fáum mál úr Nd. hingað til okkar í Ed. í dag. Hvenær það verður er óljóst enn, en ég vil biðja hv. þdm. að vera viðbúna því að til framhalds þessa fundar verði boðað einhvern tíma seinni partinn í dag. — þó reikna ég ekki með því að það verði fyrir fjögur a. m. k. Best er þó að ákveða ekki frekar um tíma. En ætlunin er að reyna að ljúka því máli, sem nú er til umr. í Nd., hér í Ed. í dag ef samkomulag næst um það.