05.05.1981
Sameinað þing: 79. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3949 í B-deild Alþingistíðinda. (4001)

268. mál, rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins

Fyrirspyrjandi (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Herra forseti. Mál það, sem hér er til umr., er gamall kunningi og þarf ég því ekki að hafa um það mörg orð, hér í upphafi a. m. k., en eins og hv. þm. vita var þetta mál fyrst flutt árið 1976. Síðan var samþykkt þál. fyrir réttum tveim árum, í maímánuði í hittiðfyrra, þar sem ríkisstj. var falið að sjá til þess, að varðandi rekstrar- og afurðalán bænda yrðu settar um það reglur að þeir fengju lánin í hendur um leið og þau eru veitt, sem sagt skýlaus fyrirmæli til ríkisstj. Þessi fyrirmæli höfðu ekki verið framkvæmd í nóv. þegar síðast var um málið rætt, en ég þykist þess fullviss, að nú hafi þessar reglur verið settar, og bíð eftir svari hæstv. ráðh.