05.05.1981
Sameinað þing: 79. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3964 í B-deild Alþingistíðinda. (4027)

389. mál, fréttasendingar til skipa

Menntmrh. (Ingvar Gíslason):

Herra forseti. Það var mjög smávægilegt atriði, það var í sambandi við kostnaðinn sem ég greindi frá á fréttastofunni. Það gætir kannske nokkurs misskilnings í orðum hv. þm. um það, að starfið sé eingöngu að rita á strimilinn. Það er meira sem þarna þarf til. Það þarf að semja þessar fréttir sérstaklega, taka þær saman og semja þær sérstaklega fyrir þessa útsendingu og það hefur valdið aukakostnaði á fréttastofunni.