06.05.1981
Neðri deild: 88. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4030 í B-deild Alþingistíðinda. (4115)

123. mál, hollustuhættir

Páll Pétursson:

Herra forseti. Út af orðum, sem mér fannst hv. síðasti ræðumaður, hv. þm. Guðrún Helgadóttir, viðhafa, vil ég taka það fram, að ég veit ekki betur en allir sýslunefndarmenn á Íslandi séu löglega kjörnir, en ekki skipaðir, eins og mér skildist að ræðumaður hefði haldið. (HBl: Það fer allt á rúnt í höfðinu á þm. — Gripið fram í: Þeir eru sjálfkjörnir.) Nei, engir sjálfkjörnir. — Ég hef rætt um þessi ósamrýmanlegu ákvæði annarra laga við hæstv. heilbrrh. og hann mun í framsöguræðu sinni í Ed. gera þessu máli fullnægjandi skil þannig að það liggi ljóst fyrir við hvaða lagaákvæði þarna er átt.