07.05.1981
Neðri deild: 89. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4067 í B-deild Alþingistíðinda. (4184)

174. mál, fiskveiðilandhelgi Íslands

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að andmæla þessum úrskurði forseta. Eins og hér hefur komið fram er málið búið að fá afgreiðslu í nefnd, það er búið að leita umsagnar og það hafa komið umsagnir um málið, það hafa verið sendar inn mjög ítarlegar ritgerðir og niðurstöður rannsókna frá Hafrannsóknastofnun Íslands. Ég fæ ekki séð hvað er eiginlega til þess að fyrirbyggja að málið sé tekið til umr. nú þegar, nema þessir örfáu menn, sem virðast vera á móti málinu af trúarástæðum og hafa þess vegna ekki mótmælt í páskavikunni, en alla daga endranær, þurfi endilega að fá alltaf sitt mál fram í þessari deild.