10.11.1980
Neðri deild: 14. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 600 í B-deild Alþingistíðinda. (420)

33. mál, málefni Flugleiða hf.

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Ég mun ekki reyna á þolrif hv. deildar. Ég held að menn séu loks farnir að greina kjarnann frá hisminu í þessu máli og að hann snúist um nauðsynlegar og eðlilegar samgöngur Íslands við önnur lönd. Ég vil þess vegna ítreka þau ummæli mín, sem ég viðhafði í umr. um skýrslu samgrh. um Flugleiðamálið, að persónulega tel ég það mikil mistök af Alþ. að stuðla að því að greiða fyrir flugi á milti Lúxemborgar, New York eða Chicago, eða því flugi sem kallað hefur verið almennt „Lúxemborgarflugið“. Ég tel að þarna sé farið inn á svo hála braut að þingið sé í raun og veru að byrja á eins konar útflutningsuppbótakerfi við þetta flug. Þetta flug getur ekki borið sig á næstunni og mér finnst það óskynsamlegt og hrein ævintýramennska að styðja það. Þetta vil ég að komi skýrt fram svo að það verði ekki hægt að segja að ekki hafi verið varað við þessu.