07.05.1981
Neðri deild: 89. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4075 í B-deild Alþingistíðinda. (4209)

215. mál, lögheimili

Frsm. (Jósef H. Þorgeirsson):

Herra forseti. Allshn. Nd. hefur haft til athugunar frv. til l. um breyt. á lögum nr. 35 frá 1960, um lögheimili. Það er meginefni þessa frv. að víkka þær undanþágur sem eru í lögum um lögheimili og einkum eru tengdar því, að fólk dvelst á stofnunum. eða hælum án þess að það missi sitt lögheimili, að víkka þetta út þannig að þó að fólk búi í eigin íbúðum, sem byggðar eru í tengslum við dvalarheimili, haldi það áfram lögheimili í sinni heimasveit. Nefndin leitaði álits Hagstofu Íslands á þessu frv, og fékk álitsgerð frá henni. Í samræmi við það álit leggur n. til að gerðar verði breytingar á 3. mgr. 2. gr. laga nr. 35 frá 1960, um lögheimili, og flytur um það sérstaka brtt.