16.10.1980
Sameinað þing: 4. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í B-deild Alþingistíðinda. (43)

Beiðni um umræður utan dagskrár

Sjútvrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti.

Ég stend upp til að staðfesta að skýrslu þeirri, sem beðið hefur verið um, verður dreift n.k. mánudag, og ég er þeirrar skoðunar, að ólíkt skynsamlegra sé að ræða þetta mál eftir að hv. þm. hafa fengið þær upplýsingar í hendurnar. Með þessari skýrslu verður dreift þeim fskj. öllum sem menn þurfa að hafa til að geta rætt málið af skilningi. Ég hef jafnframt lagt til við forseta að umr. um þetta mál verði n.k. þriðjudag. Því feili ég mig ágætlega við úrskurð hæstv. forseta. Ég get jafnframt glatt hv. síðasta ræðumenn með því, að það er fullkomin samstaða í ríkisstj. um þetta mál.