12.05.1981
Efri deild: 96. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4250 í B-deild Alþingistíðinda. (4346)

213. mál, dýralæknar

Frsm. (Egill Jónsson):

Herra forseti. Landbn. Ed. hefur fjallað um 213. mál og hefur m, a. leitað umsagna frá Búnaðarfélagi Íslands, yfirdýralækni og og Dýralæknafélagi Íslands og hafa þessir aðilar allir lagt til að málið yrði samþykkt. Það kom hins vegar fram í umræðum við yfirdýralækni að það væri mikil þörf á að gera breytingar á Laugarásumdæmi þannig að Hrunamannahreppur og Gnúpverjahreppur í Árnessýslu yrðu gerðir að sérstöku dýralæknaumdæmi, og varð n. sammála um að breyta frv. með tilliti til þess.

Þannig breytt leggur n. samhljóða til að það verði samþykkt.