11.11.1980
Sameinað þing: 16. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 605 í B-deild Alþingistíðinda. (435)

Umræður utan dagskrár

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Herra forseti. Ég held að nú sé óhætt að breyta þeim úrskurði sem upp var kveðinn um að fresta umr. Sá, sem óskaði eftir frestun, hæstv. utanrrh., lauk máli sínu á því að segja að eðlilegast væri að sá yrði viðstaddur hér sem gæti svarað frá fyrstu hendi. Ég held að hann hafi notað það orðalag. Það er auðvitað alveg ljóst, að það er hæstv. forsrh. sem í svona stórmáli á að svara frá fyrstu hendi. Hæstv. forsrh. hefur gengið í salinn, og þess vegna held ég að þessi úrskurður sé úr gildi fallinn og umr. eigi að halda áfram.