11.11.1980
Sameinað þing: 16. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 606 í B-deild Alþingistíðinda. (437)

Umræður utan dagskrár

Utanrrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Þegar ráðh. gegnir til bráðabirgða starfi fyrir annan ráðh., þá er það lágmark — ef ætlast er til þess að hann svari einhverju sem varðar mál þess ráðh. eða ræðu sem hann hefur haldið — að hlutaðeigandi ráðh., sem gegnir starfinu til bráðabirgða, viti að þetta eigi að koma til umr. á þingi áður en hann er sestur á fund. Til þess er dagskrám útbýtt. Ég vek athygli á því, að þetta mál stóð alls ekki á dagskrá þeirri sem ég eða aðrir fengu í hendur, og þess vegna hafði ég engin tök á því að athuga þetta mál eða undirbúa mig með það og athuga hvaða upplýsingar lægju fyrir um þetta í viðskrn. Þess vegna lít ég svo á, að ósk mín um að fresta umr. um mál, sem þannig er sett inn á dagskrána, sé á fullum rökum reist.