11.11.1980
Sameinað þing: 16. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 609 í B-deild Alþingistíðinda. (441)

347. mál, flugstöð á Keflavíkurflugvelli

Fyrirspyrjandi (Karl Steinar Guðnason):

Herra forseti. Ég þakka þau svör sem utanrrh. hefur gefið. En ég vil minna á það, að sú mengunarhætta, sem er af olíutönkum þeim sem nú eru niðri í byggðinni í Keflavík og Njarðvík, er það mikil að ekki má dragast svo lengi sem ætlað er að byggja nýja olíubirgðastöð. Það er aðeins tímaspursmál hvenær vatnsbólin mengast, og því legg ég á það mikla áherslu, að framkvæmdum verði flýtt. Það er ekki nokkur tími til að bíða til 1983 eða miklu lengur. Mikill skaði gæti skeð á þeim tíma.