14.05.1981
Efri deild: 100. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4360 í B-deild Alþingistíðinda. (4434)

288. mál, Landakaupasjóður kaupstaða og kauptúna

Frsm. (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Herra forseti. Hv. 4. þm. Norðurl. e. hafði áhyggjur af því, að hv. félmn. kynni að hafa ruglast í ríminu með tilliti til einhvers sakamáls sem hann hafði í huga. Ég get fullvissað hv. þm. um að þessu er ekki til að dreifa. Ég held mér við það sem ég sagði áður, að brtt. félmn. félli alveg að lögmálum íslenskrar tungu. Það sýnist mér, að hvað sem hv. 4. þm. Norðurl. e. segir núna úr þessum ræðustól sé það ekki í samræmi við hans eigið málfar. Hver hefur heyrt þennan hv. m. tala um landasölu? Hann talar alltaf um landsölu.