14.05.1981
Neðri deild: 94. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4408 í B-deild Alþingistíðinda. (4449)

325. mál, loðdýrarækt

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Bændasamtökin hafa farið þess á leit, að komið yrði í gegnum þingið frumvarpi tillaga um loðdýrarækt. Það er vegna þess að það er veruleg breyting frá því sem áður var, að menn vilja fara út í loðdýrarækt, en þau lög, sem gilda, hamla t. d. að fara í framkvæmdir eftir þeim lögum, sérstaklega í sambandi við fyrirhugaðar girðingar. Ég mun ekki mæla fyrir þessu frv. nema bara með þessum orðum núna. Hins vegar óska ég eftir að þetta frv. fari til nefndar, en mun gera grein fyrir breytingunum þegar verður rætt um það við 2. umr. (Gripið fram í). Fyrsta greinin er þannig:

„Loðdýr nefnast í lögum þessum öll þau dýr, sem ræktuð eru eða alin vegna verðmætis skinnanna eingöngu eða aðallega. Landbrh. sker úr ágreiningi um, hvort dýrategund skuli teljast til loðdýra eða ekki.“

Þetta er óbreytt eins og er í gildandi lögum, hv. þm. Ég legg til að eftir þessa umr. verði frv. vísað til landbn.