15.05.1981
Sameinað þing: 83. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4434 í B-deild Alþingistíðinda. (4474)

202. mál, þingmannanefnd er vinni að auknu samstarfi Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Till. þessi er flutt af fulltrúum Alþingis í Norðurlandaráði. Hún er þess efnis, að Alþingi velji fjóra þm., einn úr hverjum þingflokki, í nefnd sem skuli ásamt þingmannanefndum frá Færeyjum og Grænlandi vinna að auknu samstarfi um sameiginleg hagsmunamál þjóðanna.

Utanrmn. hefur fjallað um tillögu þessa og telur að hér sé um að ræða mikilvægt og merkilegt skref í þeirri sókn sem nú stendur yfir af okkar hálfu til að efla og styrkja samstarf á milli Norðurlanda vestri, Færeyja, Íslands og Grænlands. Utanrmn. mælir með því að till. verði samþykkt.