15.05.1981
Sameinað þing: 83. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4436 í B-deild Alþingistíðinda. (4480)

163. mál, fræðsla um efnahagsmál

Frsm. (Guðmundur G. Þórarinsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. allshn. um þáltill. um fræðslu og upplýsingar um efnahagsmál. Nefndin hefur fengið umsagnir um þessa till. frá útvarpsráði og Þjóðhagsstofnun. Nefndin mælir með samþykkt till. Nál, kemur fram á þskj. 767.

Ég hygg að allir nm. hafi verið mjög sammála um að gagnlegt væri að ríkisstj. beitti sér fyrir almennri fræðslu um efnahagsmál. Það er nú einu sinni svo, að efnahagsmál eru snarasti og stærsti þátturinn í íslenskri þjóðmálaumræðu. Vafalaust má auka og bæta almenna fræðslu um efnahagsmál þó að því verði ekki neitað, að að undanförnu hefur vissulega verið gert vel einmitt í þessum málum í sjónvarpinu.