15.05.1981
Neðri deild: 95. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4493 í B-deild Alþingistíðinda. (4541)

290. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Það mun hafa legið ljóst fyrir, að tekist hafði samkomulag milli hæstv. fjmrh. og einhverra annarra í ríkisstj. um að láta vera samferða niðurfellingu 59. gr. og þá breytingu sem hér er lögð til, en fjh.- og viðskn. deildarinnar leggur nú til að hvort tveggja verði fellt út úr frv. hæstv. ráðh.

Ég vil aðeins taka það fram, að allir þeir, sem komu á fund fjh.- og viðskn. Nd. og fjölluðu um þessa grein, voru sammála um að hún væri rugl frá upphafi til enda. Ég segi já.