15.05.1981
Neðri deild: 95. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4494 í B-deild Alþingistíðinda. (4547)

290. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Páll Pétursson:

Herra forseti. 59. gr. laganna var óhæf. Sú grein, sem hér er verið að samþykkja, er gjörbreytt. Ég vona að sú lagfæring, sem á henni er orðin, sé nægileg. Komi hins vegar í ljós að brögð verði að því, að lagt sé á tekjur sem menn sannanlega ekki hafa, þá verður auðvitað að brjóta lögin upp að nýju. Ég treysti því, að hæstv. fjmrh. fylgist með því, að skattstjórar fari eftir anda laganna og einnig að samræmis sé gætt. Ég tei, að hv. fjh.- og viðskn. þessarar deildar eigi þakkir skildar fyrir að hafa numið afleita agnúa af þessu frv., og segi því já.