15.05.1981
Neðri deild: 96. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4503 í B-deild Alþingistíðinda. (4580)

190. mál, almannatryggingar

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh. og viðskn. hefur fjallað um frv. til laga um breyt. á lögum um almannatryggingar og leggur nefndin til að frv. verði samþykkt með þeirri breyt. sem kemur fram á sérstöku þskj., en einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja öðrum brtt.

Hér er um það að ræða að afnema sjúkratryggingagjald af tekjum manna allt að tekjum sem nema 6 millj. 750 þús. gamalla kr. eða 67 500 kr.

Ég sé ekki ástæðu til að gera frekar grein fyrir þessu máli. Það liggur fyrir að hér er um að ræða að það verði ekkert sjúkratryggingagjald af fyrstu 6 millj. 750 þús. kr. gömlum, en eftir það greiðist 2% sjúkratryggingagjald.