15.05.1981
Neðri deild: 96. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4516 í B-deild Alþingistíðinda. (4606)

315. mál, Bjargráðasjóður

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Eins og fram hefur komið er gert ráð fyrir að þau tjón, sem lánað verði til, nái ekki til tjóna á bifreiðum. Mig langar til að beina því til þeirrar nefndar, sem um þetta mál fjallaði, að athuga milli 2. og 3. umr. hvort unnt sé að láta þessar bætur ná einnig til tjóna sem hafa orðið á bifreiðum vegna þess að þær hafa fokið, þegar um verulegt tjón er að ræða, einkanlega hjá atvinnubílstjórum. Mér er kunnugt um þvílíkt tilfelli þar sem einstaklingur varð fyrir mjög tilfinnanlegu tjóni og stendur í járnum hvort hann geti haldið áfram sinum rekstri. Þar voru málsatvik þau, að bíllinn fauk út af vegi, þar sem hann stóð mannlaus, og nær gerðeyðilagðist. Ég vil einnig beina því til hæstv. félmrh., hvort hann treysti sér til að víkka þessa heimild út og hvort unnt sé að haga framkvæmdinni þannig að lánin geti náð nokkuð aftur í tímann ef forsendur eru þær sömu, að um tjón af völdum ofveðurs sé að ræða.