16.05.1981
Efri deild: 104. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4528 í B-deild Alþingistíðinda. (4628)

123. mál, hollustuhættir

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Vegna fsp. hv. 3. landsk. þm., Karls Steinars Guðnasonar, um þetta atriði lít ég þannig á, að í raun og veru sé verið að leggja á það áherslu í þessu ákvæði að um verði að ræða sem best samstarf á milli þeirra stofnana, sem hér um ræðir, og samræmingu á verkum þeirra. En ég legg á það höfuðáherslu af minni hálfu, að þetta ákvæði ber á engan hátt að túlka eða nota til að tefja fyrir framþróun Vinnueftirlits ríkisins og þeirra mikilvægu verkefna sem það á að sinna.