11.11.1980
Sameinað þing: 16. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 621 í B-deild Alþingistíðinda. (465)

352. mál, úrvinnsla skattframtala vegna ákvörðunar um búmark

Fyrirspyrjandi (Sighvatur Björgvinsson):

Herra forseti. Ég ætla ekkert að orðlengja um þetta, en lýsi því yfir, að ég treysti því, að þeir ágætu menn hæstv. landbrh. og hæstv. fjmrh., sjái til þess að ríkisskattstjóra og skattstjóraembættunum í landinu verði gert kunnugt hver meðferð þessara gagna hefur verið. Okkur hv. þm.

Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni þingflokks Alþb., er kunnugt um það báðum tveimur, okkur var skýrt frá því, að tiltekin breyting hefur verið gerð á niðurstöðum framtala í ákveðnum sveitum samkv. óskum aðila þar að lútandi. Okkur var líka sagt af þeim aðila sem þessar breytingar gerði, að hann teldi að það ætti ekki að hafa nein áhrif á álagningu opinberra gjalda. En það er ekki þessa aðila að meta það, heldur skattayfirvalda.