18.05.1981
Efri deild: 107. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4549 í B-deild Alþingistíðinda. (4699)

237. mál, þýðingarsjóður

Frsm. (Ólafur Ragnar Grímsson):

Herra forseti. Það er mikil nauðsyn fyrir menningu þjóðarinnar að Íslendingar eigi kost á erlendum úrvalsritum á eigin tungu. Tilgangur þessa frv. er að auðvelda að þýðingar á slíkum úrvalsritum geti átt greiðari aðgang til útgáfu hér á landi.

Frv. var afgreitt einróma af menntmn. Nd. og menntmn. þessarar deildar leggur til að það verði afgreitt á sama hátt.