19.05.1981
Efri deild: 110. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4583 í B-deild Alþingistíðinda. (4766)

290. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Viðskrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Þegar þessi grein var til meðferðar hér á Alþingi á árinu 1978 gerði ég grein fyrir atkvgr. um hana, svohljóðandi:

Hæstv. forseti. Þessari grein er ætlað að tryggja það, að þeir, sem stunda eigin atvinnurekstur, greiði skatta á borð við aðra skattborgara, og í öðru lagi ætla ég að greininni sé einnig ætlað að tryggja það að mönnum verði aldrei gert að greiða skatt af tekjum sem þeir ekki hafa.“

Í því trausti, að þessi skilningur minn sé réttur, segi ég já. Ég leyfi mér að vísa til þessarar grg. um leið og ég segi já við þessa atkvgr.