19.05.1981
Sameinað þing: 85. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4620 í B-deild Alþingistíðinda. (4802)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (Jón Helgason):

Umræðan fer þannig fram, að hver þingflokkur fær til umráða hálfa klst. Auk þess fá sjálfstæðismenn, sem styðja ríkisstj., 20 mín. ræðutíma. Umferðir verða tvær, 15–20 mín. í fyrri umferð og 10–15 mín. í þeirri síðari, en sjálfstæðismenn, sem styðja ríkisstj., fá til umráða 10–15 mín. í fyrri umferð og 5–10 mín. í síðari umferð.

Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Sjálfstfl., Alþfl., Framsfl., sjálfstæðismenn, sem styðja ríkisstj., og Alþb.

Ræðumenn verða: Fyrir Sjálfstfl. Geir Hallgrímsson, 1. þm. Reykv., í fyrri umferð, en Þorv. Garðar Kristjánsson, 4. þm. Vestf., í síðari umferð. Fyrir Alþfl. Kjartan Jóhannsson, 2. þm. Reykn., og Vilmundur Gylfason, 9. þm. Reykv., í fyrri umferð, en Magnús H. Magnússon, 5. þm. Suðurl., í þeirri síðari. Fyrir Framsfl. Steingrímur Hermannsson sjútvrh. og Guðmundur Bjarnason, 5. þm. Norðurl. e., í fyrri umferð og Tómas Árnason viðskrh. í þeirri síðari. Fyrir sjálfstæðismenn, sem styðja ríkisstj., Gunnar Thoroddsen forsrh. í fyrri umferð og Pálmi Jónsson landbrh. í þeirri síðari. Fyrir Alþb. Hjörleifur Guttormsson iðnrh. og Guðmundur J. Guðmundsson, 7. þm. Reykv., í fyrri umferð, og Svavar Gestsson heilbr.- og trmrh. í þeirri síðari.

Hefst nú umr. og tekur fyrst til máls Geir Hallgrímsson, 1. þm. Reykv., og talar af hálfu Sjálfstfl.