20.05.1981
Efri deild: 112. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4667 í B-deild Alþingistíðinda. (4820)

301. mál, umferðarlög

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Þetta mál hefur rækilega verið kannað, í fyrsta lagi af hálfu Umferðarráðs, í öðru lagi af hálfu landlæknisembættisins, í þriðja lagi hefur þessi leið verið farin í a. m. k. 28 löndum, þar af öllum Norðurlöndunum nema Íslandi. Þar við bætist að hér er ekki um umferðaröryggismál að ræða fyrst og fremst, heldur er hér um heilbrigðismál að ræða nr. eitt. Í ljósi alls þessa segi ég já.