20.05.1981
Efri deild: 112. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4669 í B-deild Alþingistíðinda. (4830)

315. mál, Bjargráðasjóður

Frsm. (Guðmundur Bjarnason):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. Ed. hefur fjallað um frv. til l. um ábyrgðarheimildir vegna lántöku Bjargráðasjóðs. Hér er gert ráð fyrir að fjmrh. fyrir hönd ríkissjóðs sé heimilt að ábyrgjast með sjálfskuldaábyrgð lán sem Bjargráðasjóður tekur, allt að 15 millj. kr. Lán þetta er tekið til að bæta tjón sem varð víða um land í óveðri sem gekk yfir landið aðfaranótt 17. febr. s. l.

Fjh.- og viðskn. hefur rætt frv. og mælir með því að það verði samþykkt. Undir þetta nál. skrifa hv. nm. Ólafur Ragnar Grímsson, Guðmundur Bjarnason, Davíð Aðalsteinsson, Eyjólfur Konráð Jónsson með fyrirvara og Lárus Jónsson með fyrirvara.