20.05.1981
Efri deild: 112. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4681 í B-deild Alþingistíðinda. (4846)

275. mál, atvinnuleysistryggingar

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um frv. til l. um atvinnuleysistryggingar. Ég vil fyrst taka það fram, að á fyrstu fundum um þetta mál, þegar það var til umfjöllunar í Nd., héldu nefndirnar sameiginlegan fund og um fm. náðist allvíðtæk samstaða.

Nefndin hefur fjallað um þetta frv. og mælir með samþykkt þess eins og það var afgreitt frá Nd. Lárus Jónsson og Salome Þorkelsdóttir skrifuðu undir með fyrirvara og Karl Steinar Guðnason áskilur sér rétt til að flytja brtt.

Allir hv. nm. skrifa undir nál. Eins og þar stendur og ég hef áður getið um eru þrír með fyrirvara.