20.05.1981
Efri deild: 112. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4685 í B-deild Alþingistíðinda. (4853)

274. mál, varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum

Frsm. (Egill Jónsson):

Herra forseti. Eins og tillögur landbn. bera með sér hefur n. fjallað um þetta mál — fékk reyndar formanni sínum nokkurt alræðisvald um frágang málsins. N. sendi þetta mál til umsagnar til þriggja aðila: Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Búnaðarfélags Íslands og Eiturefnanefndar. Bárust þaðan ábendingar um tiltölulega smávægilegar orðalagsbreytingar, sem sérstaklega var fjallað um við þessa aðila og sjónarmið þeirra samræmd. Þessar ábendingar koma fram í brtt. við 1., 5. og 6. gr. frv. og eru þannig, að við 1. gr. bætist ein mgr. sem skilgreinir tilgang, þ. e. að tryggja heilbrigðan gróður og góða ræktun. Í 5. gr. kemur inn skilgreining á til hverra þessi löggjöf eigi einkum að ná og þar er bætt inn í gróðrarstöðvum. Í 6. gr., þar sem kemur til lögregluaðgerðanna, er því bætt við, að þeim, sem hafa skyldur í þessum efnum, beri að framkvæma aðgerðir undir opinberu eftirliti.

Með þessum breytingum felldum inn í lagafrv. er mælt með að það verði samþykkt.