20.05.1981
Efri deild: 113. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4686 í B-deild Alþingistíðinda. (4856)

138. mál, tollskrá

Frsm. (Ólafur Ragnar Grímsson):

Herra forseti. Frá því að 2. umr. var lokið í þessari hv. deild og þar til 3. umr. er nú að hefjast hef ég rætt við flm. þeirrar brtt. sem hér var kynnt við 2. umr., hv. þm. Eið Guðnason. Ég tel að það sé nauðsynlegt að þau mál, sem hann hreyfir með þessari brtt., fái rækilega skoðun og hef sjálfur verið því fylgjandi að Ríkisútvarpið fengi að njóta þessara tekna í ríkara mæli en gert hefur verið áður. Ég tel að við ættum í sameiningu að skoða þetta mál við betra tækifæri og við hagstæðari kringumstæður en eru hér á lokadögum þingsins og það sé vænlegri leið til að ná árangri í þessu efni. Ég mælist að því mæltu til þess við hv. flm., að hann dragi till. til baka og við sameinumst um að skoða þetta mál vel og rækilega.