20.05.1981
Neðri deild: 101. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4720 í B-deild Alþingistíðinda. (4924)

226. mál, atvinnuréttindi útlendinga

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Það getur nú orðið tafsamt að halda áfram þessum atkvgr. úr því að orðið er svo áliðið að jafnvel formaður þingflokks Framsfl. greiðir atkv. sitt á hvað eftir því sem ráðherrar hnippa í hann. Ég vil mælast til þess að hlé verði gert á atkvgr. þangað til stjórnarsinnar hafa hresst sig upp þannig að ekki þurfi að endurtaka atkvgr. hér fram eftir nóttu.