20.05.1981
Neðri deild: 101. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4721 í B-deild Alþingistíðinda. (4931)

288. mál, Landakaupasjóður kaupstaða og kauptúna

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því, að á undanförnum áratugum, einkanlega hinum síðustu, hefur tilfinning manna fyrir máli mjög dofnað og menn hafa ekki sömu tilfinningu og áður fyrir því, hversu miklu fallegra er þegar samsett orð eru stofnsamsett, hversu miklu fallegra sé landkaupasjóður en landakaupasjóður, landspítali en landsspítali ellegar landaspítali. Fyrir þær sakir harma ég þessa niðurstöðu n., en vonast til þess að deildin átti sig og fyrirsögn frv. verði óbreytt.