11.11.1980
Sameinað þing: 17. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (494)

69. mál, félagsbú

Jón Helgason:

Herra forseti. Hv. 6. þm. Norðurl. e. var að fara úrsalnum. Ég vil lýsa ánægju minni yfir því, að hann telur að landbúnaðarmál verði varla rædd nema framsóknarmenn séu þar fjölmennir og taki þátt í. Vil ég þakka honum fyrir það álit. En jafnframt vildi ég benda honum á að það voru, held ég, ekki fleiri þm. úr örðum flokkum hér inni en þó Framsfl. þegar hann mælti þessi orð.

En við efni þessarar till. vil ég, eins og aðrir sem hér hafa tekið til máls, lýsa stuðningi mínum. Það hefur vitanlega verið víða samvinna í búskap enda þótt hún hafi ekki verið í föstu formi. Algengasta formið er fjölskyldubúskapurinn og í þeim búskap taka þátt allir sem vinnufærir eru í fjölskyldunni. Algengustu kynslóðaskipti á jörðum eru þau, að það sé sonur eða dóttir sem tekur við eftir að vera búin að vinna að búskapnum lengri eða skemmri tíma með foreldrum sínum. En það er vissulega rétt að athuga nákvæmlega hvernig hægt er að greiða fyrir þessu formi með ákvæðum í löggjöf, þó að vitanlega megi líka vara sig á því að binda ákvæði um það of stíft í lögum.

Ég skal svo ekki fjölyrða frekar um þetta, en vil lýsa stuðningi mínum við að þetta mál sé athugað.