20.05.1981
Neðri deild: 102. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4726 í B-deild Alþingistíðinda. (4944)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Ég vil taka það fram að ég hef það frá formanni landbn. að hann gerir mér fyllstu vonir um að þetta nál. liggi fyrir á morgun. Það er nú ekki mikið tillit tekið til formanns í nefnd þó að menn hinkri við dagpart um að taka mál fyrir ef þess er sérstaklega óskað.

Ég minni þá hv. þdm., sem síðar munu leita til mín um tilhliðrun, á þetta, hvort þeim finnist of í lagt að sé orðið við þessu. Það er engin hætta — margir fundir eru eftir í hv. deild — að á þessu máli verði níðst, og ég tek ekki við neinum vitum frá hv. 7. landsk. þm. í þessu efni.