11.11.1980
Sameinað þing: 17. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (495)

69. mál, félagsbú

Helgi Seljan:

Herra forseti. Ég get ekki látið hjá líða að þakka þær góðu undirtektir sem þessi till. hefur fenið. Ég er þess einnig sannfærður, að þær undirtektir eru mjög verðskuldaðar. Þetta er atriði sem vissulega er þess vert að hugað sé að því.

Ég get verið sammála því sem hv. síðasti ræðumaður sagði, að hér þurfi að fara varlega í að binda ákveðin atriði í löggjöf um of. Hér þurfa engu að síður að koma til lagaákvæði sem eru verulega hvetjandi til þess að þetta búskaparform verði tekið upp af þeim ástæðum, sem raktar eru í grg., og af þeim ástæðum, sem þeir hv. þm., sem hér hafa talað, hafa einnig bent réttilega á, m.a. varðandi kynslóðaskiptin, sem ekki eru hvað sísta vandamál sveitanna eins og nú horfir.