20.05.1981
Neðri deild: 102. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4728 í B-deild Alþingistíðinda. (4959)

54. mál, vitamál

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Mér hefur ekki unnist tími til að kynna mér, hvaða breytingar hafa verið gerðar á þessu frv. í Ed., og óska eftir að málinu verði vísað til nefndar svo að hún geti fjallað um það. ( Forseti: Ég skal upplýsa í hverju breytingin er fólgin. Í stað orðsins „námsskrá“ kom orðið: starfsáætlun). Ég óskaði þess, að frv. yrði vísað til nefndar. Ég óska eftir að það komi til atkvgr. (Forseti: Það gerir það.) Ekki eftir að umr. er lokið náttúrlega. (Forseti: Nú, það er sérkennilegt.) Herra forseti. Ég óskaði eftir að málinu yrði vísað til menntmn. og stend við það. Ég óska eftir atkvgr. um það.