20.05.1981
Neðri deild: 102. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4750 í B-deild Alþingistíðinda. (4978)

335. mál, framkvæmdasjóður aldraðra

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þær góðu undirtektir sem þetta mál hefur fengið hér í hv. d. í kvöld, hvað sem líður skiptum skoðunum um einstök áhersluatriði hér, og vænti þess, að þær góðu undirtektir séu til marks um að Alþingi treysti sér til að afgreiða mál þetta á þeim stutta tíma sem eftir er af þinghaldinu.

Ég held að það sé eðlilegt, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til hv. fjh.- og viðskn. Ég styð till. um þá málsmeðferð sem komið hefur fram frá hv. 7. landsk. þm.