10.10.1980
Sameinað þing: 1. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4 í B-deild Alþingistíðinda. (5)

Kosning forseta og skrifara

Forseti (Jón Helgason):

Ég vil þakka hv, alþm. það traust, sem þeir hafa sýnt mér með þessari kosningu, og láta í ljós von um gott samstarf.

Hinn kjörni forseti lét fara fram kosningu 1. varaforseta. Kosningu hlaut

Karl Steinar Guðnason, 3. landsk. þm., með 37 atkv. — Pétur Sigurðsson, 1. landsk. þm., hlaut 20 atkv., en 2 seðlar voru auðir.

Annar varaforseti var kosinn

Steinþór Gestsson, 2. þm. Suðurl., með 49 atkv., — Pétur Sigurðsson, 1. landsk. þm., hlaut 5 atkv., Gunnar Thoroddsen, 8. þm. Reykv., hlaut 1 atkv., en 4 seðlar voru auðir.

Þessu næst voru kosnir skrifarar. Fram komu tveir listar. Á A-lista var JE, en á B-lista FrS. — Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kjörnir væru án atkvgr.:

Jóhann Einvarðsson, 5. þm. Reykn., og

Friðrik Sophusson, 10. þm. Reykv.

Aldursforseti, Gunnar Thoroddsen, 8. þm. Reykv., setti fundinn.

Deildina skipuðu þessir þingmenn:

1. Davíð Aðalsteinsson, 3. þm. Vesturl.

2. Egill Jónsson, 11. landsk. þm.

3. Eiður Guðnason, 5. þm. Vesturl.

4. Eyjólfur Konráð Jónsson, 5. landsk. þm.

5. Geir Gunnarsson, 4. þm. Reykn.

6. Guðmundur Bjarnason, 5. þm. Norðurl. e.

7. Guðmundur Karlsson, 9. landsk. þm.

8. Gunnar Thoroddsen, 8. þm. Reykv.

9. Helgi Seljan, 2. þm. Austurl.

10. Jón Helgason, 3. þm. Suðurl.

11. Karl Steinar Guðnason, 3. landsk. þm.

12. Kjartan Jóhannsson, 2. þm. Reykn.

13. Lárus Jónsson, 3. þm. Norðurl. e.

14. Ólafur Ragnar Grímsson, 11. þm. Reykv.

15. Ólafur Jóhannesson, 5. þm. Reykv.

16. Salome Þorkelsdóttir, 4. landsk. þm.

17. Stefán Guðmundsson, 3. þm. Norðurl. v.

18. Stefán Jónsson, 4, þm. Norðurl. e.

19. Tómas Árnason, 1. þm. Austurl.

20. Þorv. Garðar Kristjánsson, 4. þm. Vestf.

Aldursforseti kvaddi Davíð Aðalsteinsson, 3. þm. Vesturl., og Egil Jónsson, 11. landsk. þm., til að gegna skrifarastörfum.

Gengið var til forsetakosningar. Kosningu hlaut Helgi Seljan, 2. þm. Austurl., með 19 atkv. — Einn seðill var auður.

Hinn kjörni forseti tók við fundarstjórn.