21.05.1981
Sameinað þing: 87. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4772 í B-deild Alþingistíðinda. (5018)

280. mál, stóriðjumál

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Það er hárrétt hjá hæstv. forsrh., að þessi till. snýst líka um fyrirkomulag og vinnubrögð. Núverandi vinnubrögð standa í vegi fyrir sókn til bættra lífskjara. Nú ríkir núllstefna — neistefna í þessum málum. Út úr þessum vinnubrögðum og þessu fyrirkomulagi þurfum við að komast. Það er þjóðarnauðsyn að tekið sé til hendinni. Ég segi nei.