21.05.1981
Sameinað þing: 87. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4772 í B-deild Alþingistíðinda. (5019)

280. mál, stóriðjumál

Magnús H. Magnússon:

Herra forseti. Eins og þm. vita er það hefð að þeir, sem fara af þingi í stuttan tíma, semja gjarnan við mann úr hinu liðinu, þ. e. meirihlutamenn við minnihlutamenn eða öfugt, um að aðrir fari við atkvgr. út á meðan. Það var gert samkomulag um að fyrir Sighvat Björgvinsson færi Páll Pétursson út. (PP: Maður í staðinn fyrir Sighvat Björgvinsson.) Eða maður í staðinn fyrir hann, það er rétt, það hefur verið framkvæmt þannig, og nú var rætt um að Ólafur Jóhannesson væri ekki við. Ég óskaði eftir að Benedikt Gröndal, sem nú er veikur, kæmi á móti Ólafi Jóhannessyni, og ég tel því að þetta samkomulag hafi verið svikið. Ég segi nei.