21.05.1981
Sameinað þing: 88. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4802 í B-deild Alþingistíðinda. (5044)

99. mál, eldsneytisgeymar varnarliðsins

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Alþingi hefur með samþykkt þeirrar brtt., sem Sþ. samþykkti hér fyrir örfáum mínútum, hafnað þeirri sérstöku till. um olíustöð og birgðastöð í Helguvík sem flutt var hér á sínum tíma og fól í sér verulega stækkun eldsneytisgeyma varnarliðsins. Í staðinn er kominn till. sem kveður á um aðgerðir til lausnar á þeim mengunarvandamálum sem byggðarlögunum í Keflavík og Njarðvík stafa af bandaríska hernum. Í samræmi við, að það hefur ávallt verið stefnumál Alþb. að slíka mengunarvalda ætti að fjarlægja, segi ég já.